Prime Minister's Office of Iceland

08/05/2020 | Press release | Distributed by Public on 08/05/2020 10:23

Styrkir til sveitarfélaga vegna áskorana í félagsþjónustu í tengslum við Covid-19

Byggðastofnun hefur auglýst styrki til sveitarfélaga vegna áskorana sem hafa fylgt COVID-19 faraldri í félagsþjónustu og barnavernd vorið 2020. Umsóknum skal skila eigi síðar en þriðjudaginn 1. september 2020 í gegnum umsóknagátt á vef Byggðastofnunar.

Í fjáraukalögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að veita 30 milljónum kr. til að takast á við áskoranir sem fylgja Covid-19 í félagsþjónustu og barnavernd í dreifðustu byggðum landsins. Við úthlutun styrkja verður eingöngu horft til umsókna frá sveitarfélögum utan þéttbýlasta hluta landsins. Þar af leiðandi eru undanskilin sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, auk Akraness, Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar, Sveitarfélagsins Árborgar, Hveragerðis og Sveitarfélagsins Ölfuss.