Prime Minister's Office of Iceland

05/02/2024 | Press release | Distributed by Public on 05/02/2024 08:16

Umsækjendur um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika

Alls bárust sjö umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 9. apríl sl. og rann umsóknarfrestur út 30. apríl.

Umsækjendur um embættið eru:

  • Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður
  • Eggert Þröstur Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
  • Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri
  • Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi
  • Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri
  • Lúðvík Elíasson, forstöðumaður
  • Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri

Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra.

Þriggja manna hæfnisnefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra skipar mun fara yfir umsóknir og meta hæfni umsækjenda, sbr. 7. mgr. 4. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Einn nefndarmanna skal skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabankans en formaður er skipaður án tilnefningar.