Prime Minister's Office of Iceland

12/03/2021 | Press release | Distributed by Public on 12/03/2021 09:39

Kaup á nýju lyfi gegn alvarlegum veikindum af völdum Covid-19

Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið kaup á nýju lyfi sem heitir Sotrovimabfrá GlaxoSmithKline og þykir gefa góða raun til að draga úr hættu á alvarlegum veikindum fólks vegna Covid-19 við vissar aðstæður. Lyfið er svokallað einstofna mótefni. Meðferð með einstofna mótefnum gagnast best þeim sem eru óbólusettir og/eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma og er notkunin bundin við upphaf veikinda hjá þeim sem eru í aukinni hættu á að þróa með sér alvarlegan sjúkdóm. Til að byrja með hefur verið ákveðið að kaupa 72 skammta af lyfinu sem svokallað undanþágulyf og er það væntanlegt er til landsins síðar í þessum mánuði. Landspítali annast framkvæmd innkaupanna.