Nyi Landsbanki Islands hf.

05/24/2024 | Press release | Distributed by Public on 05/24/2024 05:19

Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann

Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.

Ísland.is hefur varað við netsvikum sem snúast um að biðja fólk um að nota rafrænu skilríkin sín til að skrá sig inn í netbanka. Enginn banki notar Ísland.is fyrir slíka innskráningu.

Við í Landsbankanum sendum aldrei skilaboð með hlekk yfir á innskráningarsíðu netbanka eða appsins. Ef þú færð skilaboð sem innihalda hlekk yfir á innskráningarsíðu apps eða netbanka er um svik að ræða. Ef þú þarft að komast inn í netbankann þinn skal ávallt nota bankaappið í símanum eða slá inn www.landsbankinn.is og skrá sig inn með öruggum hætti.

Við ítrekum einnig að mikilvægt er að skoða vel hvaðan skilaboð berast (úr hvaða síma/netfangi) og samþykkja alls ekki innskráningu með rafrænum skilríkjum í hugsunarleysi heldur aðeins ef þú ert viss um að ætla að nota þau í raun og veru. Mikilvægast er alltaf að lesa vel þau skilaboð sem birtast í rafrænum skilríkjum til að vera öruggur um hvað er verið að auðkenna hverju sinni.