Government Offices of Iceland

09/09/2024 | Press release | Distributed by Public on 09/09/2024 03:21

Fundaði með aðstoðarframkvæmdastjóra UN Women: Jafnréttismál eru stórt efnahagsmál

LiljaAlfreðsdóttirmenningar- og viðskiptaráðherra og Krisi Madi aðstoðarframkvæmdastjóriUN Womenfunduðu síðast liðinn föstudag um jafnréttismál og efnahagslegt mikilvægi þeirra. UN Women var sett á laggirnar árið 2010 og er eina stofnunin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem vinnur alfarið í þágu jafnréttis.


Á fundinum fór ráðherra meðal annars yfir þann árangur sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum, en 1
5ár í röð hefur Ísland verið efst ríkja heims þegar kemur að jafnrétti kynjanna samkvæmt Global Gender Gap Report2024.Fór ráðherra meðal annars yfir samspil hárrar atvinnuþátttöku kvenna við aukna hagsæld og vísaði meðal annars til rannsókna og fræðikenninga Claudiu Goldin, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Goldin hefur rannsakað þátt­töku kvennaá vinnu­markaði í sögu­legu sam­hengi með áherslu kynbundin launamun og ástæður þess að hann sé enn til staðar.

"Jafnréttismál eru stór
t efnahagsmál sem verður að hlúa að. Ísland hefur náð eftirtektarverðum árangri á þessu sviði og hefur mörgu til að miðla. Það er mikilvægt að sofnaáekki þeirri vakt, enda er víða á brattann að sækja í jafnréttismálum á heimsvísu," segir LiljaDögg.

Á fundinum var ákveðið að auka samstarf UN Women og íslenskra stjórnvalda á sviði jafnréttismála með áherslu á hvernig auka
megi hagvöxt ríkja með kynjaðri hagfræði sem einblínir á að auka atvinnuþátttöku kvenna á vinnumarkaðnum. Árangurinn sem náðst hefur á Íslandi þykir einkar athyglisverður en atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er ein sú allra hæsta í veröldinniog er Ísland efst á lista The Economist yfir besta land í heimi fyrir konur á vinnumarkaði.

"Jafnréttisbaráttan hefur gengið mun betur hérlendis en víða annars staðar en það er eitt að miðla okkar velgengni en annað að gera sér grein fyrir því að fullnaðarsigur er ekki í höfn. Við höfum verk að vinna á ýmsum sviðum og þegar jafnrétti er náð þarf að viðhalda því samhliða hraðri þróun samfélagsins," segir Lilja Dögg og bætir við að Ísland geti vel verið í farabroddi í jafnréttismálum áfram ef vel er haldið á þeim verkfærum sem þjóðin býr yfir."